Þjónusta

Hér má nálgast frekari upplýsinga um þjónustu SSG á Íslandi, SSG öryggisnámskeið og appið SSG On Site.

SSG öryggisnámskeið SSG On site

Yfir 60 ára reynsla í öryggismálum atvinnulífsins.

 

 

Fáðu sömu öryggisþjálfun og hjá fremstu fyrirtækjum heims í öryggismálum. Notað í yfir 300 fyrirtækjum í iðnaði.

Ekki bara hágæða námskeið – Við bjóðum einnig upp á kerfi sem styður ennfrekar við öryggi þitt og hæfni. 


SSG öryggisnámskeið

SSG Iceland Safety Course öryggisnámskeið er vefnámskeið um öryggi-, heilsu- og umhverfismál. Með þátttöku á SSG öryggisnámskeiðinu tryggir þú að starfsfólk og verktakar hafi aðgang að nauðsynlegri þekkingu varðandi öryggi og vinnuumhverfi. Það getur verið tímafrekt og erfitt að fá starfsfólk til að koma saman í kennslustofu til að fara í gegnum öryggisþjálfun og þess vegna er SSG Iceland Safety Course góður kostur.

Með því að gera kröfu um SSG öryggisnámskeiðið er hægt að vakta, fylgja eftir og tryggja að bæði starfsfólk og verktakar búi yfir grunnþekkingu varðandi öryggis- og umhverfismál. Markmið námskeiðsins er að bæta öryggismenningu og þannig draga úr slysum á vinnustað.

Bókaðu kynningu!

Man and woman working in an open-pit

Professional Heavy Industry Engineer Worker Wearing Safety Uniform and Hard Hat Uses Tablet Computer. Serious Successful Female Industrial Specialist Standing in a Metal Manufacture Warehouse.

93% af þeim sem lokið hafa öryggisþjálfuninni segja að þau vinni af meira öryggi eftir að hafa lokið netnámskeiðinu.

* Ytri markaðskannanir SSG, 2024

Allar öryggisupplýsingar í einu appi

SSG On site inniheldur öryggisupplýsingar, fréttir , kort, neyðarnúmer og tengilið. Allt eru þetta upplýsingar sem eru nauðsynlegar og gagnlegar starfsfólki, verktökum og stjórnendum á vinnustað. Appið er heildstæð lausn til að tryggja öryggi á vinnustöðum, bæði fyrir starfsfólk og gesti sem heimsækja vinnustaðinn, svo allir komist heilir heim að vinnudegi loknum.

Með SSG On site er mögulegt að miðla viðeigandi upplýsingum beint til allra hagsmunaaðila með skjótum hætti og safna mikilvægum upplýsingum á einn stað. Það kemur í stað prentaðra upplýsinga og skapar öruggara vinnuumhverfi ásamt því að bæta samskipti.

Hægt er að sækja SSG On Site appið á App Store (iOS) eða Google Play Store (Android)

Meira um SSG On site

"SSG on site og Workflow hafa reynst afar vel og auðveldað rekstinum að starfa á öruggari og skilvirkari hátt."

Peter Stenberg, High Risk Prevention Lead at AstraZeneca.

"Sífellt fleiri hjá okkur nota appið og sjá mikið notagildi í því – sem leiðir til öruggari vinnudags."

Lars Gelin, Epiroc Rock Drills AB.

"Workflow hefur virkað frábærlega fyrir okkur og við sjáum fjölmarga kosti við samþættingu á virkni þess með SSG On site."

Lars Ljungström, Freudenberg Home and Cleaning Solutions AB.

Einföld og fjótvirk aðgansstýring að vinnusvæði  - áður en verk hefst

Hver og einn þátttakandi sem hefur verið skáður á eitt af námskeiðum SSG fær úthlutað aðgangskorti (byggt á RFID) sem notað er fyrir einfalt og fljótlegt eftirlit til að ganga úr skugga um að aðgangskröfur hafi verið uppfylltar.    Þegar viðkomandi mætir á vinnustaðinn eða vinnusvæðið er hægt að auðkenna hann með aðgangskortinu og kerfið okkar sannreynir að hann uppfylli kröfur vinnustaðarins um öryggis- og vinnuumhverfisþjálfun.

Sjálfvirk eftirfylgni í gegnum SSG – aðgangskort sem krefst aðgangsstýringar hjá verkkaupa (í gegnum API tenginu) eða handvirkt þar sem farið er fram á að sýna SSG skirteinið.  Listi yfir þá sem hafa lokið þjálfun er ávallt uppfærður og til taks inná innri vef SSG. 

Bókaðu kynningu!

Innleiðing í gegnum REST-API aðgang

Í stað handvirkrar eftirlfylgni, þá getur þú innleitt SSG kerfin til þín í gegnum SSG REST-API gögn.

Lesa meira

Einföld eftirfylgni með SSG

Á einfaldan hátt er hægt að kanna hvort starfsmenn og verktakar uppfylli kröfu verkkaupa um SSG öryggisþjálfun – áður en verk hefst. Sjálfvirk eftirfylgni í gegnum SSG - aðgangskort sem krefst aðgangsstýringar hjá verkkaupa eða handvirkt þar sem verktaki sýnir fulltrúa verkkaupa SSG skírteini sitt. Listi yfir þá sem lokið hafa þjálfun er ávallt uppfærður og til taks fyrir stjórnendur hvenær sem er inná innri vef námskeiðsins.

Kröfur fyrir innri vef (My SSG) og vefnámskeið

Fyrir bestu mögulegu notendaupplifun mælum við með 

  • Nýjustu útgáfur af Chrome, Edge, Firefox eða Safari
  • Heyrnartól eða hátalara til að hlusta myndbönd og upplesna texta
  • Nettengingu með að lágmarki 1 Mbit/s
  • Það verður að leyfa sprettiglugga í vafranum þínum

Hafa samband

Viltu vita meira um SSG? Notaðu formið til þess að skilja eftir upplýsingar og við tökum upp þráðinn.

Ertu notanda eða stjórnandi (administrator) á þjónustu SSG á Íslandi? Hringdu í okkur í síma 559-1000 eða notaðu formið til að ná athygli okkar. Við elskum það.

SSG mun vinna með persónuupplýsingar þínar í samræmi við persónuverndarstefnu SSG.