HSE Consulting

HSE stendur fyrir öryggi, heilsu og umhverfi. Ráðgjafar HSE Consulting vinna að greiningu mótun og innleiðingu margvíslegra lausna á sviði stefnumótunar, sjálfbærni, samfélagslegrar ábyrgðar, ISO stjórnunarkerfi, gæða, öryggis og umhverfisstjórnun.

Við leggjum áherslu á að mæta þörfum viðskiptavina okkar með því að aðlaga nálgun okkar að ólíkum viðfangsefnum þeirra.

Samvinna

HSE Consulting er umboðsaðili Standard Solutions Group (SSG) á Íslandi. HSE Consulting hefur ætíð miðað að því að auka öryggisvitund og bæta öryggismenningu á íslenskum vinnumarkaði, sem leiðir að fækkun slysa og óhappa.

Undanfarin ár höfum við hjá HSE Consulting leitað lausnar fyrir íslenskan vinnumarkað sem myndi mæta áskorunum, kröfum, þörfum og væntingum.

  • Lausn sem myndi nýtast öllum þeim sem er annt um velferð starfsmanna sinna
  • Lausn sem myndi mæta þörfum erlendra starfsmanna og vera aðgengileg á þeirra tungumálum.

 

Three Heavy Industry Engineers Stand in Pipe Manufacturing Factory, Use Digital Tablet Computer, Have Discussion. Large Pipe Assembled. Design and Construction of Oil, Gas and Fuels Transport Pipeline

Eftir ítarlega leit að samstarfsaðila höfðum við hjá HSE Consulting samband við SSG. Sérfræðiþekking, reynsla og viðhorf SSG til öryggis eru í samræmi við markmið og framtíðarsýn okkar, sem og hversu vel umhverfi og menning SSG fellur að íslensku vinnu- og lagaumhverfi. Með nánu samstarfi við eigendur sína og önnur sænsk fyrirtæki hefur SSG í meira en 60 ár sérhæft sig í að bæta góða starfshætti með því að einbeita sér að sjálfbærni, öryggi og umhverfi.


HSE Consulting er stoltur umboðsaðili SSG á Íslandi og við sjáum tækifæri í því að bjóða upp á margvíslegar SSG-lausnir fyrir íslenskan vinnumarkað á næstu árum.

Um HSE Consulting

Öryggi á vinnustað er okkur hugleikið. Með fjölbreyttum hætti aðstoðum við fyrirtæki og stofnanir í stefnumótun og innleiðingu á bestu starfsvenjum fyrir örugga vinnustaði. Við aðstoðum viðskiptavini við að byggja upp fyrirtækjamenningu með sameiginlegri sýn á öryggi og heilsu.

Gildin okkar eru

Heilindi – við vinnum af heilindum í samskiptum okkar við viðskiptavini og samstarfsfélaga. Við erum heiðarleg og ábyrg.
Kjarkur –  við höfum kjark til að takast á við margvíslegar áskoranir og leiða breytingar.
Gæði
 – við erum fagleg og leggjum okkur fram við að veita viðskiptavinum okkar gæða þjónustu.

hse consulting logo

 

ssg entre

Hafa samband við HSE Consulting

Endilega sendu HSE Consulting línu ef þú hefur spurningar varðandi SSG Öryggisnámskeiðið fyrir verktaka á Íslandi.

SSG mun vinna með persónuupplýsingar þínar í samræmi við gagnaverndarstefnu SSG.

Ertu með spurningu?

Endilega hafðu samband við okkur ef þig vantar frekari upplýsingar.

Aðstoð: +354 559 1000

Á virkum dögum 08.00-16.00
hse@hse.is

SSG Standard Solutions Group

SSG býður staðlaða þjónustu fyrir framleiðslufyrirtæki, verklegar framkvæmdir, t.d. þjálfun, tæknistaðla og verkfæri fyrir ferlisstjórnun, viðhald og öryggi.

Um okkur

Gagnaverndarstefna